01/19/2015 14:26:47

Úthlutun fyrir árið 2014

Tilkynnt hefur verið hverjir hluti styrki úr Vaxtarsamningi Suðurnesja fyrir árið 2014.

Að þessu sinni sóttu 39 verkefni um styrk til Vaxtarsamnings Suðurnesja. Styrkbeiðnirnar hljóðuðu upp á rúmar 119 milljónir og var það niðurstaða stjórnar Vaxtarsamnings Suðurnesja að úthluta skyldi 26 milljónum til 15 verkefna

Verkefnin sem sótt er um fyrir verða fjölbreyttari og betri með hverju árinu og umsóknirnar vandaðri. Á  Suðurnesjum er mikið af hugmyndaríku, kraftmiklu og skapandi fólki sem sér tækifæri í nýsköpun á svæðinu og lætur til sín taka í þeim efnum. Nú er búið að úthluta 6 sinnum úr Vaxtarsamningi. Reynslan sýnir að það er algerlega nauðsynlegt að frumkvöðlar geti sótt um styrk í landshlutabundinn styrktarsjóð eins og Vaxtarsamning Suðurnesja. Vonandi verður mögulegt að úthluta fyrr á árinu 2015 en gert var á árinu 2014 og verður það þá auglýst sérstaklega.

Það má sjá undir „upplýsingar“ hér á síðunni lista yfir verkefnin sem fengu styrk að þessu sinni.

 

Til baka

Samband sveitarfélaga
á Suðurnesjum

Skógarbraut 945,
235 Reykjanesbær.
Sími: 420-3288
www.sss.is