12/09/2013 14:11:42

Úthlutun 2013

Tilkynnt hefur verið um úthlutun styrkja Vaxtarsamnings Suðurnesja samkvæmt fyrirliggjandi samningi milli ríkisins og sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Að þessu sinni sóttu alls þrjátíu verkefni um styrk. Styrkbeiðnir hljóðuðu upp á tæpar 90 milljónir og var það niðurstaða stjórnar Vaxtarsamnings Suðurnesja að úthlutað skyldi 25 milljónum til 15 verkefna.

Á þeim fjórum árum sem samningurinn hefur verið í gildi, hafa 60 verkefni fengið styrk sem valin voru úr 136 umsóknum. Heildarupphæð styrkja á tímabilinu nema tæpum 98 milljónum.

Verkefni sem fengið hafa styrk undir 1,5 milljón króna eru 30 talsins. Verkefni sem fengið hafa styrk að fjárhæð 1,5 milljón króna allt að 3 milljónum króna eru 20 talsins. Verkefni sem hafa fengið styrk yfir 3 milljónum króna eru 10 talsins.

Verkefni sem konur eru í forsvari fyrir eru 13 sem fengið hafa styrk á tímabilinu en 47 verkefni þar sem karlar eru í forsvari fyrir.

 

http://vaxtarsamningur.sss.is/Upplysingar/Uthlutunarlisti-2013/

Til baka

Samband sveitarfélaga
á Suðurnesjum

Skógarbraut 945,
235 Reykjanesbær.
Sími: 420-3288
www.sss.is