11/21/2012 14:12:51

Ferðaþjónustuaðilar á Suðurnesjum

GEKON - boðar til fundar í Eldey, Grænásbraut 506, Ásbrú - fimmtudaginn 29. nóvember kl. 16:00.

Nú er farið af stað á landsvísu verkefni innan ferðaþjónustunnar. Um er að ræða samstarfsverkefni allra þeirra sem að tengjast ferðaþjónustunni með beinum eða óbeinum hætti og vilja vera með.

Upphafsfundur verkefnisins var haldinn þann 9. október (meðfylgjandi eru logo þeirra sem að voru búnir að ákveða að vera með fyrir 9. október) en hægt er að sjá upptökur frá fundinum á heimasíðu Gekon og fara þar inn á upphafsfundur í texta. Sjá link

Verkefnið snýst um að gera djúpa greiningu á stöðu íslenskrar ferðaþjónustu með því að safna saman öllum fyrirliggjandi gögnum innanlands, ásamt því sem okkur finnst skipta máli og er að gerast erlendis. Þá munum við taka viðtöl og halda fundi til að bæta við upplýsingum. Þessar upplýsingar verða síðan settar inn í margreynd greiningarmódel sem að hafa verið notuð víða erlendis í sambærilegri vinnu. Sérfræðingar frá ráðgjafafyrirtækinu Gekon leiða þessa vinnu ásamt erlendum ráðgjafa sem að hefur mikla reynslu á þessu sviði.

Greina á hvert landsvæði fyrir sig og síðan landið í heild og er stefnt að því að vera á Reykjanesi í byrjun janúar. Næsta haust á síðan að liggja fyrir hvert íslensk ferðaþjónusta vill stefna á næstu árum og hvaða verkefni þarf að ráðast í til að ná m.a. markmiðum um aukna samkeppnishæfni og meiri arðsemi.

Það er von okkar sem að þessu standa að sem flestir sjái sér hag í því að vera með í þessu samstarfi og til að kynna þetta verkefni boða ég hér með til fundar fimmtudaginn, 29. nóvember kl. 16:00 í Eldey upp á Ásbrú.

Það er von okkar að þið sjáið ykkur sem flest fært á að koma og fá frekari upplýsingar um þetta metnaðarfulla verkefni sem getur nýst okkur hér á svæðinu ferðaþjónustunni til framdráttar.


Til baka

Samband sveitarfélaga
á Suðurnesjum

Skógarbraut 945,
235 Reykjanesbær.
Sími: 420-3288
www.sss.is