08/24/2012 11:43:25

Nýsköunarstyrkir Landsbankans

Umsóknarfrestur er til 12. september 2012

Markmið nýsköpunarstyrkja Landsbankans er að gefa frumkvöðlum tækifæri til að þróa nýja viðskiptahugmynd, eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða nýja vöru eða þjónustu. Nýsköpunarstyrkjum er jafnframt ætlað að styðja við frumkvöðla til kaupa á efni, tækjum eða sérfræðiþjónustu vegna nýsköpunar eða sækja námskeið sem sannanlega byggir upp færni sem nýtist við þróun viðskiptahugmyndar.

Sérstök dómnefnd skipuð þremur fagaðilum og tveimur sérfræðingum bankans fer yfir umsóknirnar og er umsóknarferlið gagnsætt og faglegt. Stefnt er að úthlutun eigi síðar en í nóvembermánuði.

Heildarupphæð styrkja nemur allt að 15.000.000 kr. og veittar verða í tveimur þrepum.

  • Hærri styrkir fyrir lengra komin verkefni eru 500.000-2.000.000 kr.
  • Lægri styrkir fyrir fyrstu skrefin eru 200.000-500.000 kr.

Dómnefnd ákvarðar endanlega styrkupphæð verkefna.

Frekari upplýsingar er að finna hér.

Til baka

Samband sveitarfélaga
á Suðurnesjum

Skógarbraut 945,
235 Reykjanesbær.
Sími: 420-3288
www.sss.is