05/10/2012 14:43:28

Spennandi örnámskeið

Námskeið framundan í Eldey.

Atvinnuþróunarfélagið Heklan stendur fyrir örnámskeiðum í Eldey, Grænásbraut 506, Ásbrú.

Sölu og markaðsmál.

Netmarkaðssetning 22. maí 13 - 16:00
Kennari Selma Dögg Sigurjónsdóttir verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Fjallað verður um markaðssetningu á netinu, farið yfir mikilvæg atriði varðandi uppbyggingu og innihald á vefsíðum, notkun samfélagsmiðla og hvernig nýta má leitarvélar til að ná árangri.


Rekstrarform fyrirtækja 30. maí 13 - 16:00
Kennari Sigurður Steingrímsson verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Farið verður yfir mismumandi rekstrarform fyrirtækja og hvernig á að undirbúa og skrá rekstur. Talað verður um ábyrgð og stjórnun og fjallað um skattamál. Farið verður yfir reglur um tekjuskráningu og meðhöndlun virðisaukaskatts.

Skráning á eldey@heklan.is  - Verð kr. 5.000. Bent er á niðurgreiðslu hjá stéttarfélögum og Vinnumálastofnun.

Til baka

Samband sveitarfélaga
á Suðurnesjum

Skógarbraut 945,
235 Reykjanesbær.
Sími: 420-3288
www.sss.is