09/20/2011 09:21:45

Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Suðurnesjum

Kynningafundur í útibúum Landsbankans.

Helgina 30. september til 2. október næstkomandi verður haldin Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Suðurnesjum. Helgin er hugsuð sem vettvangur fyrir þá sem langar að koma eigin hugmynd í framkvæmd eða eiga þátt í uppbyggingu hugmynda annarra. Opnað hefur verið fyrir skráningu á viðburðinn á anh.is.

Innovit og Landsbankinn í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja halda opinn kynningarfund í útibúinu í Grindavík fimmtudaginn 22. september og í útibúinu í Reykjanesbæ þriðjudaginn 27. september. Fundirnir hefjast kl 8:30 og verða kaffi og léttar veitingar í boði.

Við hvetjum alla til þess að mæta í útibú Landsbankans í Grindavík og Reykjanesbæ og kynna sér viðburðinn nánar.

Til baka

Samband sveitarfélaga
á Suðurnesjum

Skógarbraut 945,
235 Reykjanesbær.
Sími: 420-3288
www.sss.is