08/05/2011 15:08:09

AwareGO - staða verkefnis

Öflugt markaðsstarf hjá AwareGO
AwareGO gerir lausnir til að auka öryggisvitund fólks. Skortur á öryggisvitund er mesta ógn við nútíma tölvukerfi og eina leiðin til að lágmarka hættuna er regluleg þjálfun og áminningar. Öryggi er í eðli sínu þurrt og óáhugavert viðfangsefni því völdum við að gera kennsluna áhugaverða, þ.e. stuttir og skemmtilegir þættir til að vekja umtal og áhuga á öryggismálum s.s. lykilorðum, öryggi tölvupóstssamskipta og fleira.
Með hjálp vaxtarstyrksins vorum við með kynningarbás á Infosec sýningunni í apríl síðastliðnum. Þar fengum við 133 sölutilvísanir og er mikil vinna búin að vera síðan í eftirfylgni á þeim sem hefur skilað sér í sölu til eins banka í Ástralíu og fjölmörg önnur fyrirtæki eru að íhuga kaup á lausninni. Þá var okkur boðið í vottunarferli hjá US Department of Homeland Security en það er undanfari þess að bjóða stofnunum DHS lausnina og geysilega sterkt fyrir Bandaríkjamarkað.
Fyrir stuttu fórum við í samstarf með University of Portsmouth bæði varðandi sölu á núverandi lausn og þróun á fleiri lausnum. Samstarfið gefur okkur mikinn gæðastimpil vegna markaðssetningar í Bretlandi.
AwareGO er nýsköpunarfyrirtæki með mikla möguleika þar sem þörfin fyrir þessa tegund varna er alltaf að aukast og fyrirtækið að fá meiri kynningu og athygli.

 

Til baka

Samband sveitarfélaga
á Suðurnesjum

Skógarbraut 945,
235 Reykjanesbær.
Sími: 420-3288
www.sss.is