07/19/2011 09:09:48

Raven Design / heilsukoddi - staða verkefnis

Heilsukoddi á ferð og flugi.

1. Styrkurinn gerði mér/okkur kleyft að fá fagaðila í lið með okkur til uppfæra viðskiptaáætlun fyrir Keili heilsukodda, hjálpa til við að skýra markmiðin og leiðir til að ná þeim/Þorp Consulting heitir fyrirtækið og Þorgeir/eigandinn er frábær til að ná því besta fram sem býr í okkur.
 
2. Styrkurinn gerði mér/okkur kleyft að taka þátt í verkefni sem kallast Brandit sem er alþjóðlegt fyrirtæki sem gefur út "vefblað" (www.brandit.is). Þetta fyrirtæki hjálpaði mér að gera stuttmynd um Keili heilsukodda sem búið er að senda til fjölda landa og mörg þúsund aðila sem eru meðlimir í "Connecting Women" og fleiri félagasamtaka/líka á Youtube - undir "Keilir the healthpillow".
 
3. Styrkurinn hjálpaði til við þann kostnað sem er vegna kynningar- og söluferðar til Kanada núna 28. júlí 2011 þar sem heilsukoddinn og Raven Design vörur verða kynntar fyrir 50 þúsund íslendingum, íslandsvinum og ættingjum þeirra. Við bindum miklar vonir við þessa ferð og hlökkum mikið til.
 
4. Staðan í dag - Verið er að vinna sýningarstand fyrir Keili heilsukodda sem verður fullkláraður í enda júlí  og staðsettur á sölustöðum Svefn og Heilsu og upp í Leifsstöð. Þessi sýningarstandur verður með sýnishorn af Keili, notkunarleiðum og myndskjá sem sýnir myndbandið sem ég er þegar búin að nefna.
 
5. Samvinna klasafyrirtækja - Keilir heilsukoddi er til sýnis og sölu í verslunum Svefn og Heilsu í Reykjavík og á Akureyri, hann er til sýnis og sölu á Heilsuhóteli Íslands sem einnig kemur reglulega með aðila til til okkar hér í Fjós til að hlíða á kynningu á heilsukoddanum eða þá að ég fer upp á Ásbrú til þeirra. H-nál er einnig með Keili heilsukodda til sýnis og sölu og ég bendi á þeirra þjónustu þegar spurt er um kodda- og sænguver í stíl sem passa utan um Keili heilsukodda.
 
Annað sem gaman er að segja frá er það að okkar handverk var valið inn í verkefni hjá Íslandsstofu sem heitir Hönnun í Útflutning. Þar eru leidd saman fyrirtæki/við og vöruhönnuður til að skapa umbúðir fyrir alla vörurlínuna okkar svo og vörustanda/golf og borðstanda. Við erum þegar búin að ræða við sama vöruhönnuð um að hjálpa okkur með pakkningu fyrir Keili heilsukodda.
 
Það sem vantar núna er að finna fjármagn í markaðs- og kynningu á Keili heilsukodda, enn sem stendur er ekki til fjármagn en kannski fæst það í haust þegar SSS auglýsir aftur eftir umsóknum eftir styrkþegum í skemmtileg verkefni, sagði Hulda Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri að lokum.
 
Til baka

Samband sveitarfélaga
á Suðurnesjum

Skógarbraut 945,
235 Reykjanesbær.
Sími: 420-3288
www.sss.is