05/26/2011 11:44:48

Ferðaþjónustan

Verkefnastjórn Vaxtarsamnings Suðurnesja hvetur Ferðaþjónustuna á Suðurnesjum til að vinna saman að því að byggja upp ferðaþjónustuklasa sem mundi hafa það hlutverk að kynna Suðurnes og kosti svæðisins í ferðamennsku, menningartengdri ferðaþjónustu og afþreyingu hvers konar. Með þeim hætti hefði Vaxtarsamningur Suðurnesja möguleika á að koma að uppbyggingu og þróun klasans með stuðningi. Í Grindavík er klasi ferðaþjónustufyrirtækja og hefur verið til í nokkurn tíma, Grindavík Experience. Fyrirtækin í klasanum eru ólík hvað þjónustu við ferðamenn snertir, en sjá að sameiginlega geta þau gert mjög margt í markaðssetningu svæðisins með sameiginlegu átaki. Stjórn Vaxtarsamnings vill sjá klasasamstarf myndast á öðrum svæðum Vaxtarsamnings í ferðaþjónustu og koma að slíku samstarfi með stuðningi, lík og gert var með Grindavík Experience. Til framtíðar litið eru hagsmunir ferðaþjónustunnar á Suðurnesjum, þeir að einn stór og öflugur klasi í geiranum verði til og kæmi þá klasinn sterkur að því að kynna svæðið í heild sinni. Þannig legðist ferðaþjónustan á eitt að fá ferðafólk inn á svæðið sem nyti síðan þjónustu fyrirtækja á Suðurnesjum.

Til baka

Samband sveitarfélaga
á Suðurnesjum

Skógarbraut 945,
235 Reykjanesbær.
Sími: 420-3288
www.sss.is