05/24/2011 08:56:23

Næsta úthlutun

Verkefnastjórn koma saman til fundar 16. maí sl. og ákvað þá að næsta úthlutun úr Vaxtarsamningi fari fram í október nk. Auglýst verður eftir styrkhæfum verkefnum í september. Þau fyrirtæki sem hug hafa á að sækja um hafa nú tíma til að undirbúa umsóknir sínar vel. Áherslan er lögð á uppbyggingu klasa, þriggja fyrirtækja eða fleiri. Eins er áhersla lögð á verkefni sem byggja á styrkleikum og tækifærum svæðisins og framgang rannsókna og þróunar á sviði, flugs og öryggis, heilsu, tækni og orku, sjávarútvegs, matvæla og ferðaþjónustu. Nauðsynlegt er að umsækjendur fylgi reglum Vaxtarsamnings í uppbyggingu og þróun klasasasmstarfs, nýsköpun, rannsóknum og samstarfi fyrritækja og háskóla.  Umsóknareyðublöð og upplýsingar sem umsækjendur þurfa er að finna hér á heimasíðu Vaxtarsamnings eða hafið samband við verkefnastjóra á skrifstofu SSS.

Til baka

Samband sveitarfélaga
á Suðurnesjum

Skógarbraut 945,
235 Reykjanesbær.
Sími: 420-3288
www.sss.is